fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Pressan

Handlangarar Hitlers elskuðu Argentínu – Nú á að opinbera leyndarmál nasistanna

Pressan
Miðvikudaginn 5. mars 2025 04:11

Margir liðsmenn Hitlers enduðu í Argentínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg þúsund nasistar settust að í Argentínu eftir ósigur þriðja ríkisins í heimsstyrjöldinni síðari. Nú vill forseti landsins, Javier Milei, gera þetta tímabil í sögu landsins upp opinberlega og afhjúpa leyndarmál nasistanna.

Mörg þúsund nasistar sluppu við refsingu  með því að flýja til Suður-Ameríku. Allar götur síðan hefur fólk velt fyrir sér hverjir hjálpuðu þessum handlöngurum Hitlers frá Evrópu og hver hélt verndarhendi yfir þeim í Suður-Ameríku?

En nú gæti verið komið að því að sannleikurinn komi í ljós. Milei lofað mannréttindasamtökum gyðinga, Simon Wiesenthal Center (SWC), nýlega að þau fái fullan aðgang að argentínskum skjalasöfnum. The Times of Israel skýrir frá þessu.

Ekki er vitað með vissu hversu margir nasistar náðu að flýja frá Evrópu í stríðslok en talað hefur verið um allt að 10.000 í þessu samhengi. Þeir flúðu eftir svokölluðum „rottuleiðum“ sem voru flóttaleiðir frá heimsálfunni sem nasistar höfðu lagt í rúst.

SWC vonast einmitt til að finna nýjar upplýsingar um þessar „rottuleiðir“ í argentínskum skjalasöfnum.

Þessar flóttaleiðir voru meðal annars fjármagnaðar af kaþólskum prestum, sem studdu málstað nasista, sem veittu nasistum húsaskjól í klaustrum og fölsuðu ferðaskilríki fyrir þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Macron opnar á sameiginlega evrópska kjarnorkuvopnafælingu – „Ég er reiðubúinn til að ræða það“

Macron opnar á sameiginlega evrópska kjarnorkuvopnafælingu – „Ég er reiðubúinn til að ræða það“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessar matvörur geta skemmt hjartað

Þessar matvörur geta skemmt hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ofbauð auglýsingaflóðið í bíóinu og fór í mál

Ofbauð auglýsingaflóðið í bíóinu og fór í mál
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borðaði síðustu máltíðina þrisvar sinnum en fær nú ný réttarhöld

Borðaði síðustu máltíðina þrisvar sinnum en fær nú ný réttarhöld