fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Rússar þurfa að berjast í 83 ár til viðbótar til að ná allri Úkraínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. mars 2025 04:01

Hér sjást rússneskir hermenn á hlaupahjólum og fjórhjólum á vígvellinum. Mynd: Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn verður að berjast í minnst 83 ár til viðbótar í Úkraínu til að ná að leggja allt landið undir sig en hann hefur nú um 20% þess á sínu valdi.

Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War sem segir að Rússar virðist berjast í Úkraínu með því hugarfari að stríðið muni standa yfir að eilífu og að ekki þurfi að leggja mikið land undir sig í einni sókn.

Sky News skýrir frá þessu og segir að hugveitan telji að Rússar muni fyrst hafa náð allri Úkraínu á sitt vald árið 2108 og er þá miðað við núverandi sóknarhraða þeirra og gríðarlegt mannfall.

Í skýrslu hugveitunnar segir að Pútín hafi byggt upp frásögn af sigri í stríðinu en hún byggist á því að Rússar geti haldið lengur út en Úkraínumenn og Vesturlönd og haldið áfram að sækja fram þar til sigur vinnst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför