Al-Hilal í Sádi-Arabíu er sagt undirbúa rosalegt tilboð í Dominik Szoboszlai, miðjumann Liverpool, fyrir sumarið.
Það er spænski miðillinn Fichajes sem heldur þessu fram, en Ungverjinn hefur heillað mjög á þessari leiktíð, sem er hans önnur í Bítlaborginni.
Szoboszlai er samningsbundinn Liverpool til 2028 en það er nóg til hjá Sádunum sem eru sagðir undirbúa 100 milljóna punda tilboð í kappann.
Sádar hafa undanfarin ár fengið til sín stjörnur úr Evrópuboltanum og greitt þeim vel fyrir. Ljóst er að það yrði stórt fyrir deildina að fá hinn 24 ára gamla Szoboszlai.