Þetta sagði hann á föstudaginn að sögn Reuters sem segir að hann hafi gefið í skyn að Frakkland, sem á kjarnorkuvopn, geti verndað önnur aðildarríki gegn hótunum Rússa.
Í samtali við portúgalska sjónvarpsstöð á laugardaginn sagði Macron að hann vilji sameiginlega stefnu Evrópuríkja þegar kemur að varnarmálum og fælingarmætti með kjarnorkuvopnum.
„Ég er reiðubúinn til að ræða þetta ef það verður til þess að sameiginlegar evrópskar varnir verða að veruleika,“ sagði hann og bætti við að evrópskir hagsmunir hafi alltaf komið við sögu hvað varðar áhrifasvæði Frakka og reglur um beitingu kjarnorkuvopna.