fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Helgi Seljan snýr aftur á RÚV – Byrjar í afleysingum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. mars 2025 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan er snúinn aftur á RÚV eftir hálfs árs frí frá fjölmiðlum. Frá þessu greinir Vísir en í fréttinni kemur fram að Helgi, sem útilokar ekki að hann sé með einhverskonar bakteríu, hafi sótt um og fengið tímabundna ráðningu hjá ríkismiðlinum. Hann muni byrja í afleysingum í fréttatengdum þáttum í útvarpi og mögulega í framhaldinu taka að sér verkefni fyrir sjónvarpið. Það hafi aldrei verið á döfinni að hætta í fjölmiðlum en Helgi tók að sér verkefni fyrir Rauða krossinn á Íslandi eftir að hafa hætt á Heimildinni seint á síðasta ári.

Helgi er einn þekktasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar eftir störf sín hjá RÚV og margverðlaunaður í faginu. Auk þess að starfa fyrir ríkismiðilinn hefur hann einnig starfað á DV, Talstöðinni, NFS og nú síðast Heimildinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur