fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
433Sport

Gefið í skyn að Börsungar gætu selt hann fyrir rétt verð – Þrjú ensk stórlið fylgjast með

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. mars 2025 12:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphinha, kantmaður Barcelona, er nú orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina og ekki í fyrsta sinn.

Sögusagnir eru á kreiki um að Börsungar séu að reyna að endursemja við Brasilíumanninn, en núgildandi samningur hans rennur út eftir rúm tvö ár.

Samkvæmt fréttum ætlar félagið sér þó að lækka klásúlu Raphinha í nýjum samningi, en sem stendur þurfa félög að borga milljarð evra fyrir hann.

Miðað við þetta er Barcelona því opið fyrir að selja Raphinha ef gott tilboð berst og hjálpar félaginu í fjárhagskröggum sínum.

Raphinha er til að mynda orðaður við stórliðin Arsenal, Manchester City og Manchester United. Einnig hefur hann verið orðaður við Sádi-Arabíu áður.

Raphinha, sem er 28 ára gamall, gekk í raðir Barcelona frá Leeds sumarið 2022.

Kappinn er að eiga frábært tímabil, er með 24 mörk og 18 stoðsendingar í öllum keppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Tobias Thomsen

Breiðablik staðfestir komu Tobias Thomsen
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn

Amorim segir tvíeykið sem kom frá Arsenal klárt í slaginn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool ætlar að styrkja þessa stöðu og leikmaður spútnikliðsins er efstur á blaði

Liverpool ætlar að styrkja þessa stöðu og leikmaður spútnikliðsins er efstur á blaði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær

Þessi leikmaður United fékk sérlega harkalega meðferð á meðal stuðningsmanna í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“

Albert heyrði áhugaverða sögu frá Hlíðarenda – „Búin að vera að pikka í hann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola um Rodri: ,,Ég bjóst ekki við þessu en hann gæti snúið aftur í úrvalsdeildinni“

Guardiola um Rodri: ,,Ég bjóst ekki við þessu en hann gæti snúið aftur í úrvalsdeildinni“
433Sport
Í gær

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“

Fluttur á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik – ,,Leyfið honum að deyja“
433Sport
Í gær

Alli óvænt valinn í hópinn

Alli óvænt valinn í hópinn