Bleikt slím er ekki hættulaust því þetta getur verið hættulegt heilsu fólks.
Ef þú tekur eftir bleiku, eða rauðleitu, slími í hornum sturtuklefans, á flísunum eða við vaskinn, þá er þetta ekki myglusveppur, heldur baktería sem heitir Serratia Marcescens.
Hún þrífst í röku umhverfi og elskar fituríkar leifar frá sápu, sjampói og allskyns líkamsolíum. Þess vegna sprettur hún oft fram þar sem vatn stendur kyrrt og gufan frá heitu vatni heldur loftinu röku.
Bakterían er hættulaus fyrir flest fólk þótt það snerti hana. En hún getur valdið vandamálum ef hún kemst í snertingu við augu, opin sár eða öndunarfærin.
Fólk með veikburða ónæmiskerfi er í sérstakri hættu því bakterían getur valdið sýkingu í lungum, meltingarkerfinu og þvagrásinni. Þess vegna er mikilvægt að fjarlægja hana sem fyrst.
Þetta er ekki það versta sem getur sprottið upp inn á baðherberginu en tilvist hennar getur bent til þess að baðherbergið bjóði upp á góðar aðstæður fyrir skaðlegar örverur.