fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Pressan

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Pressan
Laugardaginn 8. mars 2025 20:30

Margir komast ekki í gang á morgnana nema þeir fái kaffi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir suma að fá sér kaffibolla á morgnana. Öðruvísi komast þeir ekki í gang. En eftir því sem læknirinn Masarat Jilani segir, þá getur þessi morgunrútína haft óæskileg áhrif, sérstaklega ef kaffið er drukkið á fastandi maga.

Jilani segir að þegar kaffi er drukkið á fastandi maga, þá geti það valdið pirringi í honum og aukið framleiðslu á magasýrum. Það getur í versta falli valdið súru bakflæði og brjóstsviða.

Jilani bendir einnig á að maginn geti orðið viðkvæmari með aldrinum og að þrátt fyrir að maður taki kannski ekki eftir neinum einkennum, þá geti langvarandi kaffidrykkja á fastandi maga valdið vandamálum síðar.

Til að koma í veg fyrir þetta segir Jilani að rétt sé að bíða með að fá sér kaffi í að minnsta kosti klukkutíma eftir að maður vaknar. Þessi klukkutími gefi kortisólmagninu í líkamanum tíma til að aukast en það hjálpar þér við að vakna á náttúrulegan hátt. Hún ráðleggur fólki líka að borða eitthvað áður en byrjað er á kaffinu, það verndi magaslímhimnuna.

Hún segir að fólk eigi einnig að íhuga hvort það geti ekki látið vera að drekka fyrsta kaffibollann fyrr en einni og hálfri klukkustund eftir að það vaknar því það tryggi jafnara orkustig yfir daginn í staðinn fyrir orkuhrunið sem geti fylgt snemmbúnu koffínskoti.

Kaffi getur verið áskorun fyrir þá sem eru með viðkvæma þvagblöðru. Koffín er vatnslosandi og hefur því tíðari salernisferðir í för með sér. Jilani ráðleggur þeim, sem glíma við þetta, að prófa koffínlaust kaffi eða kaffi með litlu koffíni.

Hún ráðleggur fólki líka að forðast kaffidrykkju eftir miðjan dag til að koma í veg fyrir svefnvandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára