Skömmu eftir þetta birti Hvíta húsið mynd af bandaríska fánanum með hinu vel þekkta slagorði Trump „America First“ á samfélagsmiðlinum X.
Demókratar voru ekki lengi að bregðast við þessu og birtu færslu af rússneska fánanum, strikuðu yfir „America“ og skrifuðu „Putin“ í staðinn. Undir þetta skrifuðu þeir síðan: „Við löguðum þetta fyrir ykkur.“
Það eru ekki bara Demókratar sem eru ósáttir við framkomu Trump og Vance gagnvart Zelenskyy, til dæmis skrifaði Don Bacon, þingmaður Repúblikana, á X: „Sumir vilja hvítþvo sannleikann en við getum ekki hunsað sannleikann. Rússland á sökina á þessu stríði.“