Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir að Harry Maguire eigi skilið sæti í enska landsliðinu.
Maguire er nokkuð umdeildur leikmaður en hann á sýna gagnrýnendur og einnig sína aðdáendur.
Þrátt fyrir mjög brösugt gengi United á þessu tímabili þá telur Tuchel að Maguire eigi að fá pláss í næsta hóp landsliðsins.
,,Harry Maguire á skilið að vera valinn í enska landsliðpið en það er undir Thomas Tuchel komið,“ sagði Amorim.
,,Hann er að spila mjög vel þessa stundina og hann er meiri leiðtogi í dag sem getur hjálpað landsliðinu. Ég vona að hann verði valinn.“