fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

Hjálmar Örn fékk hjartaáfall – „Magnað heilbrigðiskerfi og starfsfólk“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. mars 2025 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanleikarinn vinsæli, Hjálmar Örn Jóhannsson, fékk hjartaáfall á heimili sínu á laugardag. Hann greinir frá þessu í Facebook-færslu:

„Skjótt skipast veður í lofti!

Klukkan 14:40 á laugardaginn fékk ég hjartaáfall heima hjá mér!

Skömmu síðar var ég kominn uppá spítala og í góðar hendur en ég leit einmitt þá á klukkuna og var hún 15:00 og þá hugsaði ég, ekta ég að deyja þegar enski boltinn er að byrja.

Ég var svo sendur í þræðingu og kl. 18:50 var búið að fóðra æðarnar! Magnað heilbrigiðskerfi og starfsfólk sem gerði þetta allt á stuttum tíma!“

Hjálmari heilsast eftir atvikum vel og lofar mjög starfsfólk heilbrigðiskerfisins:

„Ég er allur að koma til og þakka öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins á Íslandi fyrir gríðarlega fagmennsku og kærleik!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gagnrýnir formannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins – „Er í lagi að bjóða upp á svona þvaður á alvörutímum í sögu Evrópu?“

Gagnrýnir formannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins – „Er í lagi að bjóða upp á svona þvaður á alvörutímum í sögu Evrópu?“
Fréttir
Í gær

Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna en fullyrt að staðið hafi verið við allt

Brostnar vonir í Almannadal – Engin svör fást við því hvað varð um tugi milljóna króna en fullyrt að staðið hafi verið við allt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarendur beðnir um að sýna aðgát við sérstakar veðuraðstæður í Reykjavík

Vegfarendur beðnir um að sýna aðgát við sérstakar veðuraðstæður í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“