„Mér líður vel en ég skal viðurkenna það að ég er svolítið skjálfandi inni í mér núna,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við RÚV, að lokinni kosningunni.
„Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt og þetta varð eiginlega hnífjafnt,“ sagði Guðrún ennfremur.
Guðrún lagði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannskjörinu með afar litlum mun, hlaut aðeins 50,11% atkvæða.
Aðspurð sagðist Guðrún ekki þora að segja til um hvað hafi gert úrslitamuninn.
Guðrún sagði einnig: „Við erum búin að heyja drengilega og kröftugu kosningabaráttu, sem ég tel að hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma og ég veit að við munum ganga sameinuð og samstillt og sterk út af þessum fundi.“