Chelsea er að kaupa enn einn Brasilíumanninn en þessi strákur ber nafnið Denner Evangelista.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano sem er með ansi virtar heimildir um allan heim.
Um er að ræða 17 ára gamlan bakvörð sem kostar 15 milljónir evra en hann kemur til félagsins frá Corinthians.
Strákurinn mun hins vegar spila með Corinthians næsta árið og verður leikmaður Chelsea 2026.
Denner eins og hann er yfirleitt kallaður hefur aldrei spilað aðalliðsleik fyrir Corinthians en þykir vera mjög efnilegur vinstri bakvörður.
Athygli vekur er að Denner er frændi Gabriel, varnarmanns Arsenal, sem er einn besti í sinni stöðu í úrvalsdeildinni.