Það er útlit fyrir það að miðjumaðurinn öflugi Rodri muni spila með Manchester City áður en tímabilinu lýkur.
Rodri sleit krossband í september á síðasta ári og var búist við því að hann myndi ekki spila meira á þessu tímabili.
City birti hins vegar myndband á samskiptamiðlum í gær þar sem Rodri sést hlaupa á æfingasvæði félagsins og er byrjaður að æfa með bolta.
Þessi 28 ára gamli leikmaður var valinn sá besti í heimi á síðasta ári og hefur City saknað hans sárt síðustu mánuði.
Allar líkur eru á því að Rodri nái lokasprettinum á tímabilinu sem eru frábærar fréttir fyrir núverandi meistarana.