Crystal Palace er komið í næstu umferð enska bikarsins eftir leik við Millwall sem fór fram í dag.
Millwall þurfti að spila manni færri alveg frá 8. mínútu en Liam Roberts fékk þá rautt spjald í markinu.
Lukas Jensen, fyrrum markvörður Kórdrengja, kom inná í hans stað en Jensen er aðalmarkvörður liðsins í dag.
Því miður fyrir Jensen og hans menn þá tapaðist leikurinn 3-1 en Palace hafði betur nokkuð sannfærandi að lokum.
Preston tryggði sér einnig sæti í næstu umferð eftir leik gegn Burnley en Stefán Teitur Þórðarson lék með heimaliðinu í öruggum 3-0 sigri.