Kyrrðar-og bænastund verður haldin í Víkurkirkju klukkan 20 í kvöld. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir leiðir stundina og Alexandra Chernyshova sér um tónlist.
Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi í bænum í gær.
Sjá einnig: Karlmaður lést í vinnuslysi í Vík
„Elsku vinir, vegna þessa hörmulega atburðar sem átti sér stað í Vík í gær, þar sem ungur fjölskyldumaður í blóma lífsins lét lífið í slysi, boðum við til bænastundar í Víkurkirkju í kvöld 1. mars kl. 20:00.
Samfélagið er í djúpri sorg og á tímum sorgar er mikilvægt að finna samkennd og því opnar kirkjan dyrnar til samverustundar.
Guð veri með ykkur og ástvinum öllum,“
segir í færslu Víkurprestakalls í Suðurprófastsdæmi