fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Hafrún þakkar Áslaugu Örnu lífsbjörgina – „Hún var sannarlega á réttum stað og á réttum tíma“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. mars 2025 11:30

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir sem standa mér nærri vita að ég varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífreynslu rétt fyrir jól að vera stödd á veitingastaðnum Kastrup þar sem stóð í mér, náði ekki andanum og hneig niður. Ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð Áslaugar Örnu, sem sýndi mikið hugrekki og gekk óhrædd í alvarlegar aðstæður, er ég ekki viss hvernig hefði farið. Er það upplifun mín og þeirra sem með mér voru að ég á Áslaugu lífbjörgina að þakka. Hún var sannarlega á réttum stað og á réttum tíma voru orð bráðaliða sem komu á staðinn. Verð ég henni ævinlega þakklát.“

Þannig hljómar færsla Hafrúnar Erlendsdóttur á Facebook.

Miðlar greindu frá því rétt fyrir jól að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði bjargað konu með Heimlich aðferðinni á veitingastaðnum eftir að Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins greindi frá.

„Matur stóð í einum af gestum okkar sem lippaðist niður og náði ekki andanum. Margir voru á staðnum og mikið fát myndaðist og enginn vissi hvað ætti að gera en Áslaug gekk beint til verks og beitti Heimlich aðferðinni og bjargaði lífi þessarar manneskju,“ sagði Jón. 

Sjúkrabíll kom á staðinn og sögðu sjúkraflutningamenn að Áslaug hafi bjargað konunni.

Í viðtali við Mbl sagði Áslaug Arna það fyrr­um lög­reglu­starfi sínu að þakka að hún kunni Heimlich-aðferðina, en hún starfaði í lögreglunni í tvö ár. 

„Það var búið að hringja á sjúkra­bíl en það þurfti meira til þannig ég bara gerði mitt besta til að hjálpa til. Ég var í lög­regl­unni í tvö ár og kann að nota Heimlich-aðferðina til þess að losa um ef það stend­ur í fólki, sem get­ur reynst mjög mik­il­vægt. Ég vona að þetta hvetji fólk til þess að fara á skyndi­hjálp­ar­nám­skeið.“

Segist myndu gefa Áslaugu Örnu atkvæði sitt ef hún gæti

Hafrún segir að eins og þjóðin öll hafi hún vitað af Áslaugu Örnu og oft dáðst að seiglu hennar og áræðni. Segist Hafrún myndu gefa Áslaugu Örnu atkvæði sitt ef hún gæti og sýnt henni þannig stuðning sinn. En eins og þeir vita sem fylgjast með stjórnmálum er Áslaug Arna í framboði sem formaður Sjálfstæðisflokksins en landsfundur flokksins fer fram nú um helgina.

„Það væri mér bæði ljúft og skylt. Undanfarin ár hef ég ekki fundið samhljóm með flokknum sem ég kaus alltaf á yngri árum. En af ræðu hennar að dæma er ég þess fullviss að henni muni takast að leiða Sjálfstæðisflokkinn til betri vegar og færa hann nær kjarna sínum.

Hún er augljós leiðtogi sem nær til fólks og á öllum aldri og sérlega unga fólksins, hefur skýra sýn og lætur verkin tala. Það er manneskja sem hvaða stjórnmálahreyfing sem er ætti að vilja hafa í stafni.

Ég styð Áslaugu Örnu og óska henni góðs gengis um helgina og velfarnaðar í störfum hennar. Hver veit nema ég kjósi aftur Sjálfstæðsflokkinn ef hún hefur sigur.“

Áslaug Arna segir sér orða vant

Áslaug Arna svarar Hafrúnu og þakkar fyrir hlý orð í sinn garð.

„Vá takk fyrir þessi ótrúlega fallegu skrif Hafrún, mér er orða vant, þetta var það allra minnsta sem ég gat gert í þessum aðstæðum og þakklát að það gekk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi
Fréttir
Í gær

Lík fannst í náttúrulaug á Tenerife

Lík fannst í náttúrulaug á Tenerife
Fréttir
Í gær

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi
Fréttir
Í gær

Íslendingur handtekinn, grunaður um að hafa keypt aðgang að barnaníðsefni sem framleitt var af gervigreind

Íslendingur handtekinn, grunaður um að hafa keypt aðgang að barnaníðsefni sem framleitt var af gervigreind