Stjórn, þjálfarar og stuðningsmenn Manchester United muni naga sig í handabökin á næstu vikum og mánuðum að sögn goðsagnar félagsins, Dwight Yorke.
Yorke tjáði sig um sóknarmanninn Marcus Rashford sem var lánaður til Aston Villa í janúar og hefur byrjað sinn feril þar mjög vel.
Fyrr í vetur stóðst Rashford engar væntingar á Old Trafford og var tekin ákvörðun um að senda hann annað í byrjun árs.
,,Ég veit að það eru enn 11 leikir eftir en fylgist með. Ástæðan fyrir því að Villa getur blandað sér í þessa baráttu er koma Rashford,“ sagði Yorke.
,,Hann er magnaður. Ég hef verið í fótboltanum í langan tíma og horfi á mig sem leikmann og þessi maður er svo sannarlega leikmaður.“
,,Rashford getur flogið. Ef hausinn er á réttum stað þá getur hann komið öllu af stað og það er útlit fyrir það að hann sé að komast í gang á ný.“
,,Manchester United verður ekki ánægt með það sem það mun sjá á næstu vikum og mánuðum, að fá að sjá hann skína á vellinum.“