Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti Íþróttavikunnar, sem kemur út alla föstudaga á 433.is.
Jóhann er mikill KR-ingur og spenntur fyrir komandi sumri í Bestu deild karla undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Hann tók við á miðju tímabili í fyrra og mátti sjá batamerki á því, þó Vesturbæingar hafi að endingu hafnað í 8. sæti deildarinnar.
„Það er andi. En við höfum oft séð KR negla undirbúningstímabilið og það er ekkert alltaf víst að það skili sér í deildina. Við vorum að ræða Ryder-ball fyrir ári síðan,“ sagði Jóhann og á þar við Gregg Ryder, sem stýrði KR í upphafi tímabils í fyrra og lofaði góðu framan af.
„Ég er samt bjartsýnn. Óskar er byrjaður að drilla. Ég held að Jói Bjarna verði frábær í ár. Hann er að spila eins og einhver hybrid-átta sem finnur sér svæði. Hann lítur vel út.“
Ítarlegri umræða um KR er í spilaranum.