Ruben Amorim, stjóri Manchester United, kom markverði liðsins Andre Onana til varnar eftir gagnrýni undanfarið á blaðamannafundi í dag.
Onana hefur hlotið nokkrar gagnrýni á tímabili og sérstaklega eftir 3-2 sigur United á Ipswich í vikunni.
„Onana hefur átt nokkrar frábærar vörslur sem hafa reddað okkur en stundum lendir hann í vandræðum. Það er eðlilegt,“ sagði Amorim í dag.
„Ef þú horfir yfir allt liðið okkar lenda aðrir leikmenn einnig í vandræðum. Við þurfum að styðja við bakið á Andre,“ sagði hann enn fremur.
Onana gekk í raðir United frá Inter fyrir um einu og hálfu ári síðan en hefur þótt heldur mistækur.