fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Hlupu leðurbuxurnar í skápnum?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. febrúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hr. Eydís er með enn eina ´80s ábreiðuna og að þessu sinni er það algjör monsterhittari, en það er lagið Relax með Frankie Goes to Hollywood.

Lagið kom út á plötunni Welcome to the Pleasuredome í október árið 1983. Það tók reyndar lagið töluverðan tíma að slá almennilega í gegn, en þegar það komst inn á breska vinsældalistann varð því varla haggað. Það fór á toppinn í lok janúar 1984 og hékk á listanum í heilar 37 vikur eftir það……og það þrátt fyrir að lagið væri bannað á BBC!  Já, textinn í laginu þótti of grófur fyrir breskan almúgann og BBC bannaði lagið. Bannið hafði auðvitað þveröfug áhrif, enda ekki á hverjum degi sem lög eru bönnuð á BBC. Það varð auðvitað til þess að allir vildu heyra þetta bannaða lag…..þetta bannaða geggjaða lag, því lagið er það svo sannarlega!

 

„Ég man þegar Relax kom út, það varð bara allt vitlaust. Óharðnaður unglingurinn ég hafði ekki heyrt annað eins og þegar maður heyrði af því að lagið væri á bannlista breska útvarpsins varð það bara enn betra. Ég hljóp upp Laugaveginn í búðina Hjá Hirti og keypti mér risastórt plaggat af Frankie Goes to Hollywood og hengdi upp á vegg í herberginu mínu á Öldugötu…..og ég hafði bara heyrt þetta eina lag með Frankie. Já, þeir höfðu svo sannarlega áhrif,“  segir Örlygur söngvari og gítarleikari Hr. Eydís og bætir við:

„Þegar við tókum upp Relax var ekki annað hægt en að fara alla leið í fatavali og taka þetta Frankie-style. Gömlu góðu leðurbuxurnar frá 1994 voru dregnar fram í dagsljósið…..það var þó pínu erfitt að komast í þær. Höfðu leðurbuxurnar hlaupið í skápnum eftir 31 ár?“ segir Örlygur og hlær dátt.

Instagram: eydisband

Facebook: Hr. Eydís (hreydisband)

TikTok: eydisband

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“