fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2025 15:30

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Landhelgisgsælunni kemur fram að hún hafi neyðst til að taka íslenskt skip með valdi í gærmorgun.

Í tilkynningunni segir að varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi orðið þess áskynja við hefðbundna vöktun í gærmorgun að íslenskt skip væri á siglingu norðan við landið án þess að vera með gilt haffærnisskírteini auk þess sem grunur hafi leikið á að lögskráning skipstjórans um borð væri ekki fullnægjandi. Óskað hafi verið eftir því að skipið sneri aftur til upphaflegrar hafnar. Þeir sem voru um borð hafi hafnað því og ekki viljað fylgja fyrirmælum Landhelgisgæslunnar.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi því verið kölluð út til að flytja tvo stýrimenn um borð í skipið. Þegar komið var að skipinu hafi  stýrimennirnir tveir sigið um borð og tilkynnt áhöfninni að þeir væru þangað komnir til að fylgja skipinu til hafnar. Þegar í land var komið hafi lögregla tekið á móti áhöfninni og tekið af henni skýrslu. Segir að lokum að rannsókn málsins sé í höndum lögreglunnar á Norðurlandi-Eystra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Í gær

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta
Fréttir
Í gær

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“