fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Stefán Bogi gáttaður á bæjarstjórn Kópavogs – „Lýsir svo barnalegu skilningsleysi á því hvernig lýðræðislegt stjórnkerfi á að virka“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 28. febrúar 2025 14:30

Stefán Bogi segir breytt fyrirkomulag í Kópavogi ekki standast sveitarstjórnarlög.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Bogi Sveinsson, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi, segir bæjarstjórn Kópavogs brjóta lög með skipun nýrrar „framkvæmdastjórnar.“ Jafn framt segir hann þetta vera grófa móðgun við kjörna sveitarstjórnarfulltrúa.

Breytt fyrirkomulag

Tilkynnt var á miðvikudag að ráðist yrði í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar. Þremur var sagt upp í tengslum við breytingarnar en auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum.

Stjórnsýslusvið og fjármálasvið eru lögð niður og þeirra í stað stofnaðar fjórar skrifstofur um verkefni sviðanna.

„Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins verður í kjölfar breytinganna auk bæjarstjóra skipuð bæjarritara, mannauðsstjóra, þjónustustjóra, áhættu- og fjárstýringarstjóra, umbóta og þróunarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs,“ segir í tilkynningu bæjarins og taka breytingarnar gildi núna um mánaðamótin.

Skilningsleysi

„Hvað í ósköpunum var ég að lesa?!“ spyr Stefán Bogi, sem var lengi í sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs og Múlaþings fyrir hönd Framsóknarflokksins og gegndi meðal annars embætti forseta sveitarstjórnar, í færslu á samfélagsmiðlum. „Þetta lýsir svo barnalegu skilningsleysi á því hvernig lýðræðislegt stjórnkerfi á að virka að það nær ekki nokkurri átt. En bæjarstjóri Kópavogs kemur úr „atvinnulífinu“ og virðist halda að sveitarfélög sé hægt að reka eins og fyrirtæki.“

Hafa ber í huga að Stefán er í raun einnig að skjóta á flokkssystkini sín, en Framsóknarmenn standa að meirihluta í Kópavogi ásamt Sjálfstæðismönnum.

Þetta segja lögin

Bendir Stefán Bogi á að um stjórn sveitarfélaga gildi sérstök lög. Þar komi fram að stjórn sveitarfélaga sé lýðræðislega kjörin og beri heitið sveitarstjórn, hreppsstjórn, bæjarstjórn eða borgarstjórn í tilfelli Reykjavíkur. Skýr ákvæði séu um framkvæmdastjóra sveitarfélaga, sem mega bera titilinn sveitarstjóri, bæjarstjóri eða borgarstjóri. Sem og um byggðarráð, bæjarráð eða borgarráð.

Í lögunum segir: „Byggðarráð fer ásamt framkvæmdastjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin.“

„Hirð embættismanna“

„Það að kalla þessa hirð embættismanna í Kópavogi, eins ágætt og það fólk annars er, „framkvæmdastjórn“ sveitarfélagsins er að mínu mati í engu samræmi við sveitarstjórnarlög og jafnframt gróf móðgun við kjörna sveitarstjórnarfulltrúa sem lögum samkvæmt skulu fara með stjórn sveitarfélagsins,“ segir Stefán Bogi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að misnota stjúpdóttur sína

Fékk vægan dóm fyrir að misnota stjúpdóttur sína
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur ósáttur og sakar Viðskiptablaðið um lygar – „Sit ekki lengur þegjandi undir upplognum merkimiðum falsfréttamiðla“

Ólafur ósáttur og sakar Viðskiptablaðið um lygar – „Sit ekki lengur þegjandi undir upplognum merkimiðum falsfréttamiðla“
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Í gær

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga