fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2025 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil spenna er fyrir formannskjör Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn og grunnt er orðið á því góða milli stríðandi fylkinga þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem sækjast eftir vegtyllunni.

Jón Gunnarsson, fyrrum ráðherra, henti svo vænum skammti af olíu á eldinn sem logar í gær þegar hann steig fram og gagnrýndi Guðrúnu harðlega í Facebook-pósti. Þar sakaði hann eftirmann sinn í embætti dómsmálaráðherra um að eigna sér verk forvera sinna í ráðuneytinu og gera lítið úr starfi þeirra í viðtali við Spursmál á dögunum.

„Öflugur leiðtogi eignar sér ekki árangur annarra eða gerir lítið úr þeim sem á undan komu. Mér þykir í raun miður að skrifa hér á þessum vettvangi um þessi mál, en ekki er undan því komist að gera athugasemd við málflutning Guðrúnar Hafsteinsdóttur í þessari klippu sem hún deilir hér með opinberlega í aðdraganda formannskosninga í Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur haldið því fram að ekkert hafi gerst í útlendingamálunum fyrr en hún steig inn í dómsmálaráðuneytið. Ekkert er fjarri lagi. Guðrún hefur í engu svarað persónulegum pósti mínum til hennar um þetta mál. Hún væri meiri manneskja með því að leiðrétta þetta með einhverjum hætti sjálf,“ skrifaði Jón í færslunni.

Í morgun birtist svo grein í Morgunblaðinu þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti formanns.

Sendi skilaboðin á like-síðu Guðrúnar

Óhætt er að segja að færsla Jóns hafi fallið í grýttan jarðveg hjá fjölmörgum Sjálfstæðismönnum sem fara ófögrum orðum um Jón í athugasemdum undir færsluna.

„Jón Gunnarsson, þetta er svo grunnt og lélegt. Síðan hvenær hefur aldrað fólk eins og þú ekki getað hringt í fólk? Þetta aumkunarverða klíkuútspil þitt var síðasti naglinn í kistu Sjálfstæðisflokksins – það er alveg á hreinu,“ skrifar meðal annars einn netverji.

Fjölmargir hnýta einmitt í Jón fyrir að hringja ekki í Guðrúnu og ræða við hana um þessa skoðun sína. Annar bætir svo um betur og greinir frá því að Jón hafi sent skilaboðin á opinbera like-síðu Guðrúnar en ekki hana persónulega og herma heimildir DV hið sama.

 

„Svona leiðinda pólitík er nákvæmlega það sem dregur niður flokkinn. Algjört smámál sem á ekkert erindi hér inn á fésbókina. Hér er verið að blása eitthvað upp sem á að ræða yfir kaffibollanum í rólegheitum. Meiri vitleysan,“ skrifar Gunnar Örlygsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þá er bent á að Guðrún hafi áður talað um það í viðtölum að hún hafi tekið við góðu búi í dómsmálaráðuneytinu og því sé þessa atlaga Jóns rétt fyrir landsfund honum til minkunnar.

Jón í varaformanninn

Talsvert hefur verið skrafað um það að Jón hyggist bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins og muni tilkynna það á landsfundinum. Nú þegar hafa Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason lýst yfir framboði til embættisins.

Óvíst er þó hvort að hið nýja útspil Jóns á Facebook geri honum mikið gagn í þeim slag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að misnota stjúpdóttur sína

Fékk vægan dóm fyrir að misnota stjúpdóttur sína
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur ósáttur og sakar Viðskiptablaðið um lygar – „Sit ekki lengur þegjandi undir upplognum merkimiðum falsfréttamiðla“

Ólafur ósáttur og sakar Viðskiptablaðið um lygar – „Sit ekki lengur þegjandi undir upplognum merkimiðum falsfréttamiðla“
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Í gær

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga