fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Einar harmar fjöldauppsagnir Trump á veðurfræðingum – „Vara við ferðum fellibylja og vakta Tsunami bylgjur“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 28. febrúar 2025 10:00

Einar harmar hópuppsagnir Trumps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, harmar nýtilkynntar fjöldauppsagnir veðurfræðinga í Bandaríkjunum. Segir hann sparnaðinn lítinn og um þjóðhagslega mikilvæga þjónustu sé að ræða.

„Í kvöld voru kunngjörðar uppsagnir hundruða starfsmanna á Bandarísku Veður- og haffræðistofnuninni (NOAA) og hjá Alríkisveðurstofunni (NWS),“ segir Einar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Meðal þeirra eru: veðurfræðingar, gagna- og tölvufræðingar, sem ábyrgir eru viðhaldi og þróun á mikilvægustu veðurspálíkönum. Einnig starfsfólki sem rekur og viðheldur nauðsynlegum tæknibúnaði, eins og veðurstöðvum og ratsjám. Hætt er við að heill hellingur af mikilvægum gögnum við vöktun veðurs tapist.“

Lítill sparnaður

Milljarðamæringurinn Elon Musk er búinn að vera með niðurskurðarhnífinn á lofti innan í bandaríska kerfinu síðan Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti. Sett var á fót stofnunin DOGE sem á að finna og skera niður „óþarfa“ í kerfinu. En þessi stofnun hefur reyndar gerst sek um að misreikna sig harkalega. Nú er niðurskurðarhnífurinn kominn að vísindafólki hjá veðurfræðisstofnunum Bandaríkjanna.

„Þá var greint frá uppsögnum sérfræðinga á vesturströndinni sem spá fyrir um og vara við ferðum fellibylja og vakta Tsunami bylgjur á Kyrrahafinu af völdum jarðhræringa,“ segir Einar sem er harðorður í garð Trump og Musk. Ekki sé um mikinn sparnað að ræða í heildarsamhenginu.

Sjá einnig:

Vandræðalegt fyrir Elon Musk – Útreikningar DOGE algjört bull

„Flokkast ekki sem hagræðing hjá Trump og „ráðuneyti“ Elon Musk, heldur hreinn og klár niðurskurður. Fullyrða má að verið sé að draga úr og í sömum tilvikum slá alfarið af þjóðhagslega mikilvæga þjónustu við borgarana sem álitið er að kosti í heild sinni 3-4 $ á ári fyrir hvern skattgreiðanda vestanhafs,“ segir hann. Það er um 400 til 500 íslenskar krónur.

Alls var 1300 manns sagt upp hjá stofnununum tveimur, það er 500 og 800. Eru þetta um 10 prósent heildarmannafla stofnananna.

Fólk sem bjargar lífum og eignum

Þingmenn Demókrata hafa gagnrýnt uppsagnirnar harðlega og segja þær bæði skaðlegar og óskiljanlegar.

„Þessir staðföstu og duglegur Bandaríkjamenn hafa bjargað lífum og eignum frá hræðilegum náttúruhamförum,“ sagði Grace Meng, þingmaður frá New York eftir að niðurskurðurinn var tilkynntur.

Daniel Swain, vísindamaður hjá Kaliforníuháskóla, sagði að uppsagnirnar væru lýsandi fyrir mikla skammtímahugsun. Þær myndu skapa gat í stofnunum sem vinna að öryggi Bandaríkjamanna og verja bandarískan efnahag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Í gær

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy