Calciomercato á Ítalíu segir að Manchester United skoði það alvarlega að reyna að kaupa Victor Osimhen frá Napoli í sumar.
Osimhen er á láni hjá Galatasaray í Tyrklandi en hann er 26 ára gamall og kemur frá Nígeríu.
Calciomercato segir að United sé tilbúið að nota Rasmus Hojlund sem hluta af kaupverðinu.
Hojlund kom til United fyrir tæpum tveimur árum frá Atalanta en hefur ekki fundið taktinn á Englandi.
Með því að nota Hojlund gæti United þurft að borga 30 milljónir punda á milli til þess að fá Osimhen.
Ruben Amorim vill fá inn öflugan framherja í sumar en hann hefur ekki náð að koma Hojlund eða Zirkzee í gang.