The Times sem yfirleitt er hægt að taka mark á segir að Liverpool sé farið að skoða það alvarlega að kaupa Alexander Isak í sumar.
Isak sem hefur verið frábær hjá Newcastle hefur lengi verið orðaður við önnur lið.
Isak er 25 ára gamall og búist er við að Newcastle selji hann í sumar, sérstaklega ef félagið kemst ekki í Meistaradeild Evrópu.
Búist er við að Liverpool sé tilbúið að selja Darwin Nunez í sumar og þá gæti félagið farið í það að kaupa Isak.
Arsenal hefur lengi horft til Isak en framherjinn frá Svíþjóð lék með Real Sociedad áður en Newcastle festi kaup á honum.