Ruben Amorim stjóri Manchester United ætlar að funda með Alejandro Garnacho kantmanni liðsins eftir að hann gekk inn í klefa í fyrradag.
Garnacho gekk til búningsherbergja þegar hann var tekinn af velli í fyrri hálfleik í sigrinum gegn Ipswich.
Garnacho fór af velli eftir að Patrik Dorgu var rekinn af velli og Amorim ákvað að taka hann af velli.
Amorim sá ekki að Garnacho hefði farið inn í klefa.
„Það sem ég get sagt er að ég mun ræða það við Garnacho og get svo svarað því á næsta fréttamannafundi,“ sagði Amorim.
Garnacho virtist þó ganga af velli og benda á að hann væri blautur og kaldur og vildi komast inn.
Just seen this clip now which indeed shows that Garnacho told the staff he was going down the tunnel to change his shirt.
Still shouldn't have posted that pic after the game, though.pic.twitter.com/RsgDOnvxZu
— UF (@UtdFaithfuls) February 27, 2025