fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur kvað í dag upp dóm í snúnu og óvenjulegu máli. Var þar tekin fyrir áfrýjun bæjarfélags á dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem presti og forstöðumanni ótiltekinnar stofnunar á Suðurnesjum höfðu verið dæmdar háar bætur vegna framgöngu barnaverndarnefndar.

Árið 2017 leitaði kona til starfsmanns barnaverndar vegna ásakana systur hennar um að áðurnefndur prestur hefði brotið gegn henni fyrir mörgum árum. Bað hún barnaverndarnefnd um að hafa milligöngu um kæru til lögreglu. Við þessari beiðni var orðið.

Í kjölfar kærunnar var presturinn handtekinn fyrir framan börn sín og eiginkonu á heimili þeirra og tekinn til yfirheyrslu. Málið var síðan fellt niður eftir rannsókn og var sú ákvörðun héraðssaksóknara ekki kærð til ríkissaksóknara. Málinu var því lokið en eftir stóð presturinn, að eigin sögn með stórlaskað mannorð, auk þess sem hann og fjölskylda hans hefðu orðið fyrir áfalli sem þau myndu aldrei ná sér af.

Hann kærði vinnubrögð barnaverndar til Gæða- og eftirlitsnefndar velferðarmála. Niðurstaða nefndarinnar var sú að vinnubrögð barnaverndarnefndar í málinu hefðu verið ámælisverð og á skjön við lög. Ekki sé eðlilegt að barnavernd sé erindreki fólks í kærum til lögreglu og einnig eigi nefndin ekki að fjalla um málefni fullorðins fólks, en konan sem kærði var 25 ára gömul.

Í kjölfarið fór presturinn fram á afsökunarbeiðni og miskabætur af hálfu bæjarfélagsins auk þess sem hann krafðist þess að fá afhent öll gögn í málinu. Þessu var hafnað.

Stefndi hann þá bæjarfélaginu fyrir Héraðsdóm Reykjaness sem dæmdi honum í vil og dæmdi bæjarfélagið til að greiða honum þrjár milljónir króna í miskabætur, rúmlega eina og hálfa milljón í skaðabætur og málskostnað vel yfir þrjár milljónir.

Því miður fyrir prestinn sneri Landsréttur þessum dómi við í dag og sýknaði bæjarfélagið. Taldi Landsréttur bæjarfélagið ekki hafa brotið lög með því að hafa milligöngu um sendingu lögreglukæru og benti á að ekki hefði verið stofnað til sérstaks barnaverndarmál vegna þessara athafna.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Óljóst er á þessari stundu hvort reynt verður að áfrýja málinu til Hæstaréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“

Einar sendi Jóni Gnarr pillu: „Þú ert á þingi?“
Fréttir
Í gær

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“

Koma af fjöllum í máli Alfreðs: „Við erum al­veg blind gagn­vart geðsviði LSH“
Fréttir
Í gær

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“

Ívar Orri kemur til dyranna eins og hann er klæddur – „Ef þú ert ekki sterkur þá ertu aumur“
Fréttir
Í gær

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Í gær

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Í gær

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Í gær

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“