Forráðamenn Manchester United hafa mikla trú á Ruben Amorim og munu standa þétt við bakið á honum í sumar.
Amorim tók við United í nóvember en gengi liðsins hefur verið ömurlegt eftir að Amorim tók við.
United réð Amorim frá Sporting Lisbon en hann var keyptur fyrir væna summu.
Þeir telja vandamál liðsins vera tengt því að Amorim er að breyta um taktík og það taki tíma.
BBC segir frá þessu og segir að Amorim hafi stuðning allra sem stjórni félaginu, þeir telji að Amorim komi félaginu á réttan stað á næstunni.