Það er að halla hratt undan fæti hjá Arsenal en gengi liðsins síðustu vikur hefur orðið til þess að liðið á varla séns á að vinna deildina.
Arsenal hefur gengið í gegnum mikil meiðsli síðustu vikur og sérstaklega í sóknarlínu liðsins.
Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Nottingham Forest í gær þar sem liðið skapaði sér lítið.
Í leiknum mátti sjá leikmenn liðsins pirra sig á ýmsu. Declan Rice og Gabriel rifust nokkuð að leik loknum.
Voru þeir að fara yfir ákveðna hluti leiksins og var þeim ekki skemmt.
Rice and Gabriel arguing. 👀 pic.twitter.com/U3AmNrvqOG
— Football Banter (@0FootballBanter) February 27, 2025