Liverpool vann enn einn leikinn sinn á tímabilinu í gær og ljóst að ekkert getur stöðvað liðið í að verða Englandsmeistari á þessari leiktíð.
Liverpool vann í gær 2-0 sigur á Newcastle en þetta var 18. heimleikurinn í röð í öllum keppnum þar sem Liverpool skorar tvö mörk eða fleiri.
Þetta er sögulegt því þetta er í fyrsta sinn síðan 1935 sem lið í efstu deild Englands skorar meira en eitt mark í svo mörgum leikjum í röð. Það var Sunderland sem gerði það þá, vann 19 leiki.
Liverpool er með 13 stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og þarf kraftaverk fyrir Skytturnar til að ná þeim. Þá er Liverpool komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og komið í úrslit enska deildabikarsins.
18 – Liverpool have now scored 2+ goals in 18 consecutive games at Anfield in all competitions – the longest run of home games with more than one goal scored in succession by an English top-flight club since Sunderland from February-December 1935 (19). Powerhouse. pic.twitter.com/4B81pitfcM
— OptaJoe (@OptaJoe) February 26, 2025