World Class hjónin, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, skála saman á nýjustu myndinni sem þau birta á Instagram. Sjá má að húsið sem þau hafa byggt síðustu ár við Haukanes 22 á Arnarnesi er langt komið, þó það sé ekki tilbúið.
Smartland greinir frá að Laugar ehf., sem hjónin eiga, hafi keypt lóðina 22. janúar 2016. Þann 28. desember 2020 var fasteigninni afsalað til félagsins Í toppformi ehf. sem er einnig í eigu hjónanna. Félagið Í toppformi ehf. er nú skráð fyrir húsinu.
Húsið er 660 fm á tveimur hæðum. Sjá má á myndinni að húsið er ekki tilbúið, að minnsta kosti ekki að innan, en húsbyggingin hefur staðið frá byrjun árs 2016.
Í september í fyrra skrifaði DV um ánægju íbúa á Arnarnesi með bygginguna, eða réttara sagt byggingarhraðann. Í átta ár hefur byggingakrani staðið uppi og stanslaus umgangur er af verktökum. Garðabær hefur gert athugasemdir við tafir á byggingarhraðanum.
Sjá einnig: Óánægja á Arnarnesi með byggingu World Class hjóna – Byggingarkraninn staðið við húsið árum saman
Í febrúar 2024 samþykkti bæjarráð Garðabæjar að hjónin mættu byggja vegg á lóðarmörkum Haukaness 24 og Haukaness 22. Húsið við Haukanes 24 hefur einnig orðið að fréttaefni, en það er í eigu Antons Þórarinssonar. Anton auglýsti húsið til 2023. Húsið er enn óselt og Anton býr þar.
Sjá einnig: Anton Þórarinsson selur glæsihús sitt – Hálfklárað á Haukanesi