fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Kólesteról byrjaði að „seytla“ úr höndum karlmanns á carnivore mataræði

Fókus
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 13:49

JAMA Cardiology

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur karlmaður sem fylgdi carnivore mataræðinu í átta mánuði endaði á sjúkrahúsi í Flórída eftir að kólesteról fór að „seytla“ úr höndum hans.

Vegna mataræðisins voru kólesteról gildi hans svo há að það byrjaði að seytla út úr húð hans.

Fjallað var um málið í læknariti þann 22. janúar síðastliðinn. Það er ekki greint frá nafni mannsins en hann býr í Flórída, er á fimmtugsaldri og var lagður inn á sjúkrahúsið í Tampa eftir að hafa verið með þessa gulu bletti á höndunum, undir iljunum og olnbogunum í þrjár vikur. Hann sagði að þetta væri ekki sársaukafullt en að honum þætti þetta frekar ógeðslegt.

Mynd/JAMA Cardiology

Maðurinn sagði læknunum að átta mánuðum áður hafði hann byrjað að fylgja carnivore mataræðinu, sem snýst um að borða aðeins mat úr dýraríkinu: Kjöt, egg og mjólkurvörur.

Hann sagði að honum hafi liðið frábærlega á mataræðinu, verið orkumikill og tekist að losna við aukakíló. Hann var að borða um 2,7 til 4 kíló af osti á hverjum degi. Hann borðaði einnig mikið af hamborgarakjöti yfir daginn og smjör með.

Hann var greindur með Xanthelasma, eða fituútfellingar, og venjulega myndast þessir gulu blettir á augnlokum viðkomandi. Það kom því læknum á óvart að sjá blettina á höndum, iljum og olnbogum mannsins.

Ástandið orsakast af of háu kólesteróli, þegar kólesterólgildi eru svo há að það byrjar einfaldlega að ryðja sér út úr húðinni. Gildi hans voru um 3,5 til 4,5 sinnum hærri en þau áttu að vera.

Það er nokkuð einfalt að fjarlægja fituútfellingar en þær gefa samt sem áður til kynna undirliggjandi heilsuvanda sem gæti leitt til hjartasjúkdóms, hjartaáfalls og slags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“
Fókus
Í gær

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Eddunnar 2025

Tilnefningar til Eddunnar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta