fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Heyrðu brot af nýrri plötu Heimdallar – „Frelsi á þetta bitch“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 14:30

Heimdælingar sitja ekki auðum höndum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimdallur – félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur gefið út plötu. Kallast hún Heimdallarplatan og verður frumflutt á útgáfuhófi í kvöld.

Er þetta nokkurra laga stuttskífa (EP) sem Heimdælingar hafa unnið að undanfarnar vikur og mánuði. Lögin fjalla um frelsið, Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans.

Lögin heita eftirfarandi:

„Ég kaus flokkinn og fékk bjór (alveg frítt)“

„Frelsi á þetta bitch“

„Hægri hægri hallelúja“

„Leynilag“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Heimdallur (@heimdallurxd)

Á meðal flytjenda er Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, og nokkrir stjórnarmenn í félaginu.

Útgáfuhófið verður haldið á Den Danske Kro og opnar húsið klukkan 21. Platan verður þar spiluð í heild sinni.

Sjá einnig:

Íslensk framboðslög:Óður til Framsóknar, Við erum best og Snjallertu

„Svo við heimdellingar best vitum, þá er þetta í fyrsta sinn sem ungir sjálfstæðismenn gefa út tónlist síðan að Skattalagið var gefið út af Sambandi ungra sjálfstæðismanna árið 1990, í flutningi Egils Ólafssonar, Jóhönnu Linnet, Pálma Gunnarssonar og Sigríðar Beinteinsdóttur,“ segir í tilkynningu félagsins. „Heimdallur hvetur alla unga sjálfstæðismenn til að fjölmenna á Dönsku kránni í kvöld.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formannsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Heimdallar segir í færslu á Facebook að lagið Hægri hægri halelejúa sé endurútgefið á þessari nýju plötu en hún hafi sjálf sungið það á samkomum þegar hún hóf fyrst þátttöku í starfi ungra Sjálfstæðismanna. Hún býður einnig Heimdellingum til sín í kvöld:

„Sem fyrrverandi formaður Heimdallar og fyrsti formannsframbjóðandinn sem er enn Heimdellingur langar mig sérstaklega að bjóða ykkur að hita upp í partýinu hjá mér í Iðnó í dag kl. 20.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“
Fókus
Í gær

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Eddunnar 2025

Tilnefningar til Eddunnar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta