RB Leipzig neyðist til að selja Benjamin Sesko, afar eftirsóttan framherja sinn, ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti í vor. Þýska blaðið Bild segir frá.
Hinn 21 árs gamli Sesko er með 17 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni en Leipzig er alls ekki öruggt með Meistaradeildarsæti og er í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, þó aðeins stigi frá fjórða sætinu.
Bild segir að takist ekki að enda í efstu fjórum þurfi að bæta upp fjárhagstap sem verður vegna þess með því að selja nokkra lykilmenn.