Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var valinn maður leiksins eftir 3-2 sigurinn á Ipswich í gær og fékk hann hrós frá stjóranum Ruben Amorim eftir leik.
United vann leikinn 3-2 og lyfti sér upp í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið var manni færra stærri hluta leiksins.
„Bruno er einstakur leikmaður. Hann er alltaf klár og ég elska karakterinn hans,“ sagði Amorim um samlanda sinn eftir leik.
„Hann er svo mikilvægur fyrir okkur. Á erfiðu stundunum stígur hann alltaf upp,“ sagði hann enn fremur um Bruno, sem lagði upp mark í leiknum í gær.