Vinicius Junior, stjörnuleikmaður Real Madrid, er áfram orðaður við Sádi-Arabíu og nú segir Telegraph að Sádar undirbúi risatilboð í hann.
Sádar hafa verið duglegir við að sækja stjörnur undanfarin ár og ljóst er að það að fá hinn 24 ára gamla Vinicius myndi gera mikið fyrir deildina.
Sjálfur hefur Brasilíumaðurinn talað niður orðróma um Sádí og að hann vilji vera áfram hjá Real Madrid en sögusagnir í kringum áhuga Sáda verða háværari.
Telegraph segir félög í Sádi-Arabíu undirbúa 200 milljóna punda tilboð í Vinicius. Ekki er ljóst hvaða félag það verður sem býður formlega í Vinicius, ef af verður, en það hefur mikið verið talað um hið stjörnum prýdda lið Al-Hilal.