fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Scott Disick viðurkennir hvaða lyf hann notaði til að léttast eftir að glöggir áhorfendur tóku eftir þessu

Fókus
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 09:35

Í nýlegum The Kardashians þætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Scott Disick gerir hreint fyrir sínum dyrum og viðurkennir að hann hafi notað Mounjaro til að léttast.

Mounjaro er lyf sem er notað gegn sykursýki 2 en hefur einnig reynst árangursríkt í baráttunni við aukakílóin.

Scott Disick skaust upp á stjörnuhimininn í Keeping Up With The Kardashians. Hann var í sambandi með Kourtney Kardashian og eiga þau þrjú börn saman. Þau hættu saman fyrir um áratug en Scott hefur síðan þá verið hluti af fjölskyldunni og komið fram í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar.

Undanfarið hefur verið orðrómur á kreiki um að Scott hafi grennst með notkun þyngdartapslyfja en hann kaus að tjá sig ekki um það, fyrr en nú. Það var líka eiginlega orðið óumflýjanlegt þar sem ísskápurinn hans kom upp um hann. Í þætti af The Kardashians sáu áhorfendur Mounjaro sprautur í ísskápnum hans og var umræðan svo hávær að hann ákvað að staðfesta orðróminn í síðasta þætti af The Kardashians.

Mynd/Getty/Instagram

Hann sagðist ekki skammast sín. „Þeir sem eru eitthvað á móti Mounjaro mega sjúga mig,“ sagði hann. „Og nú er hægt að sjá typpið mitt, því áður var það ekki hægt. Það var erfitt að vera svona feitur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rak augun í leitarniðurstöður eiginkonunnar á Pornhub og var ekki skemmt

Rak augun í leitarniðurstöður eiginkonunnar á Pornhub og var ekki skemmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Tilkynning: Við erum að flytja heim!“ 

„Tilkynning: Við erum að flytja heim!“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristín Sif er stolt af sínum manni: „Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin“

Kristín Sif er stolt af sínum manni: „Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin“