Mounjaro er lyf sem er notað gegn sykursýki 2 en hefur einnig reynst árangursríkt í baráttunni við aukakílóin.
Scott Disick skaust upp á stjörnuhimininn í Keeping Up With The Kardashians. Hann var í sambandi með Kourtney Kardashian og eiga þau þrjú börn saman. Þau hættu saman fyrir um áratug en Scott hefur síðan þá verið hluti af fjölskyldunni og komið fram í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar.
Undanfarið hefur verið orðrómur á kreiki um að Scott hafi grennst með notkun þyngdartapslyfja en hann kaus að tjá sig ekki um það, fyrr en nú. Það var líka eiginlega orðið óumflýjanlegt þar sem ísskápurinn hans kom upp um hann. Í þætti af The Kardashians sáu áhorfendur Mounjaro sprautur í ísskápnum hans og var umræðan svo hávær að hann ákvað að staðfesta orðróminn í síðasta þætti af The Kardashians.
Hann sagðist ekki skammast sín. „Þeir sem eru eitthvað á móti Mounjaro mega sjúga mig,“ sagði hann. „Og nú er hægt að sjá typpið mitt, því áður var það ekki hægt. Það var erfitt að vera svona feitur.“