Eigendur Lunu, sem er sjö mánaða svissneskur fjallahundur, fóru með hana til dýralæknis eftir að hún byrjaði að kasta stjórnlaust upp og var með útþaninn kvið.
Læknar tóku röntgenmynd af kviðnum og sáu að þar voru einhverjir aðskotahlutir sem Luna átti augljóslega erfitt með að melta.
Það reyndist heldur betur á rökum reist því þegar læknirinn, Jenny, skar hana upp fann hún hvorki fleiri né færri en 24 sokka, einn samfesting fyrir ungbörn, innlegg, hárband, tvær hárteygjur og annað smálegt. Samfestingurinn var fastur í þörmunum og var það nokkur áskorun að ná honum burt.
Dýralæknastofan birti mynd af Lunu á Instagram-síðu sinni og segir að aðgerðin hafi tekist vel. Luna er á góðum batavegi og segir dýralæknastofan að það sé ekki síst því að þakka að eigendurnir fóru strax með hana til læknis þegar hún varð ólík sjálfri sér.
View this post on Instagram