Didier Drogba fyrrum framherji Chelsea og fleiri liða hefur komið Jose Mourinho til varnar og segir það af og frá að hann sé rasisti.
Fleiri fyrrum leikmenn sem spiluðu undir stjórn Mourinho hafa tekið í sama streng.
♥️♥️♥️ pic.twitter.com/s7cAdizbHg
— Michael Essien® (@MichaelEssien) February 26, 2025
Tilefnið er ásökun á hendur Mourinho sem nú stýrir Fenerbache eftir leik liðsins gegn Galatsaray á mánudag.
„Allir á bekknum hjá andstæðingum okkar voru hoppandi um eins og apar,“ sagði Mourinho eftir leik.
Mourinho er á sínu fyrsta ári með Fenerbache og hefur verið duglegur að kveikja bál með ummælum sínum. Mourinho hafnar því alfarið að hafa verið með rasisma heldur aðeins verið að líkja hegðun sinni.
Ummæli Mourinho má sjá hér að neðan.
Here’s the video in question from Jose Mourinho.
My personal take is…Jose is many things and a racist is not one of them. Judge the man off his track record for 30 years, not one poorly worded sentence. 🤷🏽♂️pic.twitter.com/2u0Lc6Ad9m
— Football Hub (@FootbalIhub) February 24, 2025
Drogba er fyrrum leikmaður Galatasaray og sendi frá sér færslu á X-ið. „Ég hef séð nýleg ummæli Mourinho, treystið mér þegar ég segi það eftir að hafa þekkt Mourinho í 25 ár að hann er ekki rasisti og sagan sannar það,“ segir Drogba.
„Hvernig getur faðir minn verið rasisti,“ segir hann einnig.