Forráðamenn Real Madrid vilja finna sér miðvörð í sumar fyrir liðið og eru sagðir horfir til Jarrad Branthwaite hjá Everton.
Branthwaite er 22 ára gamall en Manchester United reyndi að kaupa hann síðasta sumar en það án árangurs.
Verðmiði Everton var of hár að mati United og bakkaði félagið út vegna þess.
Branthwaite er enskur miðvörður sem hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína síðustu tvö ár.
Real Madrid hefur glímt við mikil meiðsli í hjarta varnarinnar síðustu vikur og vill bæta við mönnum í sumar.