Manchester United tekur á móti Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og skrifar sig í sögubækurnar í leiðinni, sama hvernig fer.
Þarna eru liðin í 15. og 18. sæti deildarinnar að mætast en þrátt fyrir hörmungar tímabil sitt nær United sem félag merkilegum áfanga í kvöld.
Þetta verður nefnilega leikur númer 6000 í deildarkeppni á Englandi, en ekkert annað lið hefur spilað fleiri leiki.
Liverpool kemur næst á eftir en vantar 14 leiki til að ná United. Arsenal vantar svo 97 leiki upp á, eins og athygli er vakin á í enskum miðlum í dag.