fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 14:30

Diljá Mist Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður, gefur kost á sér í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem fer fram næstu helgi, 28. febrúar – 2. mars. Þetta tilkynnti Diljá Mist í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum hennar í dag. Þá hefur hún boðað stuðningsmenn sína til fundar við sig í Sykursalnum í Grósku í kvöld klukkan 20:00 til að fagna framboðinu og hita upp fyrir komandi landsfund.

Hlekkur á myndband

„Grunngildi Sjálfstæðisflokksins – frelsi, samkennd og sköpunarkraftur – hafa gert Ísland að því landi sem við elskum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Við þurfum að sjá til þess að þessi gildi haldi áfram að skapa tækifæri og samfélag þar sem allir geta blómstrað,“ segir Diljá Mist í myndbandinu.

Þá segir hún jafnframt að hún þekki flokkinn inn og út og vilji leggja sitt af mörkum til að efla starfið, hlusta á raddir flokksmanna og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram burðarás í íslensku samfélagi.

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið afl frelsis og framfara – nú brettum við upp ermar og tryggjum að svo verði áfram!“

Diljá Mist hefur setið á Alþingi síðan 2021 og á þeim tíma gegnt stöðu formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem og utanríkismálanefndar Alþingis. Í sínu fyrsta prófkjöri árið 2021 hafnaði hún í þriðja sæti í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna. Þá hefur hún einnig verið varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Áður en Diljá hlaut kjör á Alþingi var hún aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, starfaði sem fulltrúi á lögmannsstofunni Lögmáli og kenndi lögfræði við Verzlunarskóla Íslands.

Þá var Diljá einnig virk í ungliðastarfi flokksins en hún gegndi m.a. varaformennsku í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna árin 2007-2009 og í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík árin 2009-2010.

Á þingi hefur Diljá lagt fram fjölmörg þingmál. Meðal þeirra eru frumvörp um að draga úr sérréttindum opinberra starfsmanna á vinnumarkaði, afnema jafnlaunavottun og lækka styrki til stjórnmálaflokka, auk þingsályktunartillagna um aukna þjónustu til að mæta vímuefnavanda,  þjóðarmorð í Úkraínu á árunum 1932-1933 og bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna.

Diljá Mist lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og LLM gráðu í alþjóðlegum umhverfis- og auðlindarétti frá sama skóla. Þá lauk hún stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands.

Diljá Mist er gift Róberti Benedikt Róbertssyni, fjármálastjóra, en saman eiga þau tvö börn, Jökul Róbert og Susie Rut. Foreldrar Diljár eru þau Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og endurskoðandi og Regína G. Pálsdóttir, sálfræðingur og uppeldisfræðingur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Dagsektir verði lagðar á Hringdu

Dagsektir verði lagðar á Hringdu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð