„VARÚÐ!
Nú þegar skattframtal einstaklinga fyrir tekjuárið 2024 eru að opnast á vef skattsins (28. feb.), þá skjótast fram vafasamir aðilar sem reyna að villa um og ná í gögn þín og aðgang að tölvu/síma!
Fékk þessi skilaboð frá „Skattinum“ en þegar netfangið er skoðað sem sendir póstinn, reynist það vera svikapóstur: info@ecogreenelectric.ro – Auðsjánlega svikapóstur!“
segir Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri. Fleiri hafa fengið sams konar svikapóst meðal annars blaðamaður.
Auðvelt er að falla í gildruna, enda lítur pósturinn mjög eðlilega út og virðist koma frá stjórnvaldi. Og svo eru framtalsskil fyrir árið 2024 að opna á föstudag, 28. Febrúar.
Svo virðist sem Skatturinn hafi fengið fyrirspurnir um póstana, því rétt í þess var birt færsla á Facebook-síðu hans þar sem varað er við svikapóstum:
„Nú í aðdraganda framtalsskila sjá fúlmenni sér leik á borði og reyna að svíkja út upplýsingar frá almenningi. Sú er raunin núna og hafa þúsundir manns fengið póst frá svikurum í nafni Skattsins.Við minnum á að við opnum fyrir framtalsskil 28. febrúar
Þegar opnar má finna framtalið með því að vafra á þjónustuvef Skattsins og það mun taka á móti ykkur.
Förum varlega og smellum aldrei á hlekki eða hnappa í tölvupóstum nema vera viss um hver sendandinn sé.
Nánari upplýsingar um framtalsskil: https://www.skatturinn.is/…/opnad-fyrir-framtalsskil…“