fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 13:30

Hin dullarfulla heimsókn átti sér að sögn stað í nágrenni Hellu í Rangárþingi ytra. Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur sem segist hafa verið á ferð um Ísland í síðustu viku ásamt maka sínum segir á samfélagsmiðlum frá afar dularfullri heimsókn sem parið fékk í húsnæði sem það gisti í nærri Hellu. Miðað við lýsingarnar var heimsóknin af yfirnáttúrulegum toga og leitar ferðamaðurinn svara við því hvort aðrir hafi upplifað eitthvað í líkingu við þetta.

Parið leigði húsnæðið í gegnum Airbnb. Ferðamaðurinn sem segir frá nefnir að eina nóttina á meðan parið gisti þar hafi verið afskaplega heitt í húsinu og parið hafi átt erfitt með svefn. Fullyrðir ferðamaðurinn að hvorki hann né maki hans hafi fiktað neitt í neinum hitastillingum.

Segir viðkomandi að maki hans hafi vaknað skömmu eftir miðnætti og séð dökkhærða konu sitja á sófa sem sneri að rúminu. Konan hafi setið í sófanum í um 10 sekúndur en svo skyndilega horfið.

Fullyrðir ferðamaðurinn að hann og maki hans hafi verið eina fólkið í húsinu og því hafi verið kyrfilega læst. Hann segir makann standa fast á því að ekki hafi verið um draum að ræða og fullyrði sömuleiðis að þessa sýn megi ekki rekja til svefnrofalömunar sem makinn hafi áður glímt við.

Yfirnáttúrulegt?

Telur ferðamaðurinn því einu líklegu skýringuna vera þá að þessi skrýtna heimsókn hafi verið af yfirnáttúrulegum toga og óskar eftir svörum um hvort aðrir hafi upplifað eitthvað af þessum toga á ferðum um Ísland:

„Við höfum reynt að finna rökrétta útskýringu en erum að velta fyrir okkur … hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Hann segir parið fram að þessu ekki haft neina vitneskju um draugagang á Íslandi en síðan þetta gerðist hafi hann og maki hans sökkt sér í lestur á þjóðsögum og draugasögum:

„Þessi reynsla fyllti okkur ekki ótta og við erum ekki með neina slæmar tilfinningar út af þessu en þetta var bara skrýtið.“

Segir ferðamaðurinn parið ekki vera alveg viss um hvort nefna eigi draugaganginn við eiganda húsnæðisins en það sé full þörf hjá þeim að ræða við einhvern um þetta. Tekur hann fram að lokum að parið hafi heimsótt kirkjuna í Vík í Mýrdal fyrr um daginn.

Í athugasemdum við færsluna taka nokkrir Íslendingar til máls og fullvissa ferðamanninn um að svona nokkuð sé ekki óalgengt á Íslandi og það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot