fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Ragnhildur: Heimsfrægri konu var refsað grimmilega fyrir að fitna

Fókus
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 12:30

Ragga nagli. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Getum við plís hætt að smjatta á þyngdaraukningu fólks? Við vitum ekkert hvað býr að baki breytingu á líkamlegu útliti.“

Þetta segir sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, í pistli á Facebook-síðu sinni sem vakið hefur talsverða athygli.

Þar gerir hún mál frægrar söngkonu að umtalsefni sem þróaði með sér átröskun og síðar ofátsröskun. Söngkonan sem um ræðir heitir Melanie Chisholm, betur þekkt sem Mel C., og var hún í hljómsveitinni Spice Girls, eða Kryddpíunum eins og sveitin heitir á íslensku.

Ragga rifjar upp í pistli sínum að Melanie hafi fengið viðurnefnið „Íþróttakryddið“ en ekki hafi liðið á löngu þar til hún fékk óviðeigandi athugasemdir.

„Fjármálastjóri hljómsveitarinnar sagði við hana í upphafi ferilsins að hún gæti nú ekki gert handahlaup með svona þykk læri. Uppfrá þessari athugasemd þróaði hún með sér átröskun með að svelta sig heilu dagana, einstaka ávöxtur laumaðist upp í túlann en var annars glorhungruð allan daginn.“

Mel C. í fyrrasumar. Mynd/Getty

Segir Ragga að samhliða þessu hafi hún æft sig gjörsamlega í svaðið, hlaupið tíu kílómetra á morgnana og lyft lóðum í þrjá til fjóra tíma seinni partinn. Og það á galtómum tanki.

„Pressan að vera mjó en vöðvuð og standa undir nafni Íþróttakryddsins var óbærileg. Blæðingarnar stoppuðu sem er algengur fylgifiskur þegar kvenlíkaminn er ofþjálfaður og vannærður. Þegar Kryddpíurnar hengdu upp hljóðnemana byrjaði hún að borða og tók átköst og þróaði með sér ofátsröskun (binge eating disorder) þar sem hún borðaði mikið í laumi sem óhjákvæmilega leiddi til fitusöfnunar,“ segir Ragga en nefnir að líkaminn hafi hreinlega verið að knýja hana til að fá inn hitaeiningar til að lifa af.

„Fjölmiðlar smurðu myndum af henni á bikiníi á forsíðurnar og kölluðu hana „Súmókryddið“. Hún upplifði skömm, niðurlægingu og mikla depurð og hefur talað um að hafa fengið sjálfsvígshugsanir og ekki farið út úr húsi á þessu tímabili. Henni var refsað grimmilega af því fitufrumurnar hennar stækkuðu. Af því líkaminn geymdi aukahitaeiningar á lagernum sem er andlit, rass, læri og magi. Af því hún var mögulega að bjarga heilsunni sinni og lífi sínu,“ segir hún.

Ragga segir að ekki bara konur lendi í þessu. Rapparinn 50 Cent, sem verður fimmtugur í sumar, lenti einnig í hakkavélinni eftir að hann tróð upp á Super Bowl. Var hann kallaður dollarinn þar sem hann var aðeins þyngri en áhorfendur áttu að venjast.

50 Cent á Ofurskálinni 2022. Mynd/Getty

„Höfum í huga að athugasemdir um útlit og líkama stúlkna, drengja, ungra kvenna og karla borast oft djúpt í sálina, og geta haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar á líkamsímynd þeirra og samband við mataræði og æfingar. Rannsóknir sýna að hvernig mæður og systur tala um líkama sinn, líkama þeirra og líkama annarra hefur stærstu áhrif á líkamsímynd stúlkna,“ segir Ragga sem biðlar að lokum til fólks:

„Getum við plís hætt að smjatta á þyngdaraukningu fólks? Við vitum ekkert hvað býr að baki breytingu á líkamlegu útliti. Er mögulega um að ræða bataferli eftir átröskun? Vanlíðan og andleg veikindi. Eða hreinlega gleði í nýju sambandi að væna og dæna og fleiri kósýkvöldum. Að sjá fyrirsagnir á borð við Dollarann og Súmókryddið, eða hvern annan sem lendir undir smásjánni fyrir að fara upp um fatastærð, vekur upp ótta hjá sótsvörtum pöpulnum, sérstaklega ungu kynslóðinni, að voga sér að taka upp ögn meira pláss í veröldinni. Sem getur þýtt óheilbrigðar aðferðir til að grennast, eða halda draumaskrokknum, þrátt fyrir neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þetta er ekki draumaskrokkurinn ef það er martröð að viðhalda honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað er konudagur?

Hvað er konudagur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“

Það var ekki aftur snúið: „Inn labbar þessi fallegi maður og ég bara: Vá“