fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
433Sport

Slot í tveggja leikja bann og þarf að borga rúmar 12 milljónir í sekt

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir hegðun sína eftir leikinn gegn nágrönnunum í Everton á dögunum.

Endir leiksins var dramatískur, Everton skoraði jöfnunarmark í lokin og mikil slagsmál brutust svo út. Slot var brjálaður eftir leik og gaf Michael Oliver honum rautt spjald í kjölfarið.

Slot stýrði svo Liverpool gegn Wolves, Aston Villa og Manchester City á meðan enska knattspyrnusambandið tók sér tíma í að ákveða örlög hans. Nú er ljóst að hann verður ekki á hliðarlínunni gegn Newcastle og Southampton.

Slot þarf þá að greiða 70 þúsund pund í sekt og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulshoff, sem einnig fékk tveggja leikja bann, 7 þúsund pund.

Liverpool tekur á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og mun Johnny Heit­inga stýra liðinu í fjarveru Slot og Hulshoff.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður Arsenal gæti óvænt snúið aftur í enska landsliðið undir stjórn Tuchel

Leikmaður Arsenal gæti óvænt snúið aftur í enska landsliðið undir stjórn Tuchel
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Færeyingurinn knái aftur norður

Færeyingurinn knái aftur norður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi