„Þú ert með menn eins og Victor Osimhen sem myndi klárlega skora mörk fyrir þá. Það versta er að allur heimurinn veit að Arsenal þarf framherja þannig leikmenn sem myndu kosta 60-70 milljónir punda kosta þá 100-110 milljónir,“ segir Lineker.
„Mér var það ljóst fyrir tímabil að Arsenal þyrfti framherja úr efstu hillu og ég myndi fara í Delap. Hann er ungur og á enn eitthvað inni en hefur skorað töluvert á leiktíðinni. Ég er mjög hrifinn af honum,“ segir Lineker enn fremur.