Það er meðal annars sundlaug, vatnsrennibrautagarður, bíósalur, líkamsrækt (meira að segja sér rými sem er bara fyrir konur), innisundlaug, sauna og heitur pottur, sérstök lyfta fyrir hunda, skvassvöllur, leikjaherbergi og fleira.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@saradavidsdottir Its the cinema for me 🤪✨ #bahrain #livinginbahrain #middleeast #livingabroad #housetour ♬ Tropical – Izabella Creator BM
Eins og fyrr segir er Sara dugleg að sýna frá lífi sínu og deila einnig ýmsum hollráðum og fróðleiksmolum um heilsu og hreyfingu.
Þegar það voru fjórir mánuðir liðnir síðan hún flutti til Bahrain skrifaði hún á Instagram:
„Þetta er búið að vera eitt magnað ferðalag; að fara svona langt frá þæginda-búbblunni heima á Íslandi, prófa eitthvað alveg nýtt, taka sénsa, kynnast þessum heimshluta og yndislega fólkinu hérna, upplifa öðruvísi menningu, lifa hægar, vera töluvert meira í núinu og horfa á lífið frá aðeins öðru sjónarhorni. Gæti ekki mælt meira með og Bahrain feels like home allt í einu.“